*

föstudagur, 24. maí 2019
Frjáls verslun 2. desember 2018 17:02

Innflæðishöftin og spákaupmennirnir

„Við munum ekki láta spákaupmenn, sem eru í leit að skjótfengnum gróða, spila með gjaldmiðilinn okkar."

Trausti Hafliðason
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Eva Björk Ægisdóttir

Innflæðishöft á fjármagn erlendra fjárfesta hafa verið töluvert í umræðunni en þessi höft hafa verið við lýði frá því á hrunárunum. Sumir vilja meina að þessi höft hafi leitt til þess að nú sé fjármagnsþurrkur í landinu.  

„Ég lít á innflæðishöftin sem þjóðhagsvarúðartæki,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali í bókinni 300 stærstu, sem Frjáls verslun var að gefa út.

„Þau hafa miklu meira eðli þjóðhagsvarúðartækis en gjaldeyrishafta. Að sjálfsögðu er alltaf álitamál hversu langt á að ganga í að beita tækinu. Ég hef tekið eftir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur kallað eftir því að menn dragi úr notkun þessa úrræðis. Ég veit að margir telja að við gætum notið góðs af meira innstreymi en mín skoðun er sú að við þurfum að fara varlega. Við erum með þetta úrræði og við ætlum að beita því ef við teljum ástæðu til. Við munum ekki láta spákaupmenn, sem eru í leit að skjótfengnum gróða, spila með gjaldmiðilinn okkar og þar með kjör og hagsmuni landsmanna.

Ég get vel séð fyrir mér að hægt verði að beita tækinu vægar og við réttar aðstæður að leggja það til hliðar. Þróunin hefur verið nokkuð hagfelld til þess undanfarin misseri vegna þess að mjög hefur dregið úr vaxtamun við útlönd. Mér finnst aðalatriðið vera að öllum sé ljóst að tækinu verður beitt ef þess þarf.“

Nánar má lesa um málið í bókinni 300 stærstu sem Frjáls verslun var að gefa út.  Hægt er að kaupa bókina hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim