*

þriðjudagur, 18. desember 2018
Innlent 19. febrúar 2018 09:32

Innflutt byggingarefni lækkar áfram

Örlítil lækkun var á vísitölu byggingarkostnaðar frá janúarmánuði, en verð á innfluttu byggingarefni lækkaði um 0,4%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði örlítið frá fyrra mánuði í febrúar að því er Hagstofan greinir frá. 

Nam vísitalan 136,9 stigum um miðjan febrúarmánuð en mánuði fyrr nam hún 137,0 stigum. Miðast vísitalan við að hafa verið 100 stig í desember 2009.

Lækkaði verð á innfluttu byggingarefni um 0,4% á milli mánaða, sem hefur áhrif á vísitölu um 0,1% til lækkunar. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaður hækkað um 5,1%.