*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 5. desember 2018 14:40

Innflytjendum fjölgar

Hinn 1. janúar 2018 voru 43.736 innflytjendur á Íslandi eða 12,6% mannfjöldans.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hinn 1. janúar 2018 voru 43.736 innflytjendur á Íslandi eða 12,6% mannfjöldans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 10,6% landsmanna (35.997). Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Fjölgun innflytjenda heldur því áfram en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8,0% mannfjöldans upp í 12,6%. Annarri kynslóð innflytjenda fjölgaði einnig á milli ára, voru 4.473 í fyrra en 4.861 nú. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 13,9% af mannfjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, voru 6,8% mannfjöldans í fyrra en 6,9% nú.

Pólverjar fjölmennastir innflytjenda

Eins og síðustu ár eru Pólverjar lang fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Hinn 1. janúar síðastliðinn voru 16.970 einstaklingar frá Póllandi eða 38,8% allra innflytjenda. Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen (5,5%) og Filippseyjum (4,0%).

Pólskir karlar eru 42,2% allra karlkyns innflytjenda eða 10.037 af 23.775. Litháískir karlar eru næst fjölmennastir (6,2%) og síðan karlar með uppruna frá Lettlandi (3,5%). Pólskar konur eru 34,7% kvenkyns innflytjenda og næst á eftir þeim eru konur frá Filippseyjum (5,9%), þá konur frá Litháen (4,8%).

Stikkorð: Hagstofa Íslands
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim