*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 16. apríl 2018 09:22

Innflytjendur 16,5% vinnumarkaðar

Rúmlega 11 þúsund fleiri karlar en konur voru starfandi hér á landi á síðasta ári, en í heildina voru það um 197 þúsund manns.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Af þeim 197.094 sem voru að jafnaði starfandi hér á landi á síðasta ári voru innflytjendur að jafnaði 32.543, eða 16,5% þeirra.
Konur voru 92.855 þeirra sem voru starfandi á síðasta ári og karlar 104.249 að því er Hagstofan greinir frá.

Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að árið 2017 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 190.909 á árinu eða 96,9% allra starfandi.

Alls höfðu 163.660 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn eða 83,5%. Af innflytjendum voru 27.249 með lögheimili á Íslandi eða 83,7% en 5.295 höfðu ekki lögheimili á Íslandi eða 16,3%.

Einstaklingur sem fæddur er erlendis og á foreldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlendis, telst innflytjandi samkvæmt aðferðum Hagstofunnar. Aðrir teljast hafa einhvern íslenskan bakgrunn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim