Á öðrum ársfjórðungi 2018 voru að jafnaði 200.798 starfandi á Íslandi á aldrinum 16-74 ára. Af þeim voru konur 93.884 eða 46,7 % og karlar 106.914 eða 53,2%. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 37.388 á öðrum ársfjórðungi 2018 eða 18,6% af öllum starfandi. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar .

Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á öðrum ársfjórðungi 2018 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 194.673 eða 96,9% allra starfandi. Alls höfðu 163.410 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn eða 83,9%. Af innflytjendum voru 32.110 með lögheimili á Íslandi eða 85,9% en 5.278 höfðu ekki lögheimili á Íslandi eða 14,1%.