*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 29. júní 2017 07:07

Inngrip Seðlabankans

Seðlabankinn brást við veikingu krónunnar með kaupum á krónum fyrir 2,5 milljarða, en hann hefur ekki keypt meira af krónum síðan árið 2008.

Höskuldur Marselíusarson
Haraldur Guðjónsson

Seðlabanki Íslands greip til aðgerða á gjaldeyrismarkaði í síðustu viku og vann gegn veikingu krónunnar. Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Jens Garðar Helgason formaður SFS furða sig á að styrking krónunnar fái ekki að ganga til baka án afskipta.

Seðlabanki Íslands keypti 2.462 milljónir króna á gjaldeyrismarkaði í síðustu viku, en bankinn hefur ekki keypt jafnmikið af krónum síðan árið 2008. Þrátt fyrir kaupin nam veiking krónunnar þann 21. júní síðastliðinn þegar kaupin áttu sér stað, tæplega 1,83%. Eru þetta einungis þriðju kaup bankans á krónum á heilu ári, en hin kaupin voru í kringum afnám gjaldeyrishaftanna.

Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna vilja sjá styrkingarfasa krónunnar síðustu missera ganga til baka og undrast því inngrip Seðlabankans gegn veikingu gengisins.

„Þetta er ekki í samræmi við það sem maður hefði haldið að væri sameiginlegur vilji útflutningsveganna og stjórnvalda, að gengið veiktist, og kemur þetta því á óvart,“ segir Grímur, og tekur Jens Garðar Helgason hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi undir með honum.

„Þetta er sérstakt í ljósi þess að verulega er farið að þrengja að útflutningsgreinunum á Íslandi, en loksins þegar smá veikingarfasi kemur á krónuna, þá bregðist Seðlabankinn við með þessum hætti,“ segir Jens Garðar.

„Það er mjög erfitt núna hjá útflutningsgreinunum, bæði í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Ef krónan heldur áfram að styrkjast verður rekstrarumhverfið enn erfiðara fyrir fyrirtækin í þessum útflutningsgreinum.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim