Innheimt veiðigjöld hækkuðu um 165,5% milli áranna 2011 til 2012, þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hækkaði gjaldið umtalsvert .

Síðan þá hafa innheimturnar farið lækkandi ár frá ári og stefnir í að árið sem nú er að líða þá verði krónutalan tæpum tveimum milljörðum lægri, eða 20% lægri en árið 2012.

Þórólfur skrifar svar staðreyndavaktar Vísindavefsins

Kemur þetta fram á staðreyndavakt Vísindavefsins, þar sem Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands fer yfir innheimt veiðigjald, hvort tveggja á nafnvirði hvers tíma, sem og ef miðað er við fast verðlag, miðað við nokkrar mismunandi verðlagsvísitölur.

Ef tölurnar eru skoðaðar miðað við fast verðlag ársins 2015 og neysluverðsvísitöluna er munurinn enn meiri, þá var lækkunin frá hámarksinnheimtu ársins 2012 þar sem hún reiknast þá sem tæpir 10,6 milljarðar niður í 7,4 milljarða 30%. Hækkunin sem var á milli áranna 2011 og 2012 var þó minni samkvæmt þessum mælikvarða, eða 140%.