Bílaframleiðandinn Fiat-Chrysler hefur ákveðið að innkalla 1,4 milljónir bifreiða í Bandaríkjunum eftir að í ljós kom að tölvuþrjótar gátu hakkað sér leið inn í stýrikerfi þeirra og tekið yfir bílana. BBC greinir frá.

Á þriðjudag birti vefsíðan Wired myndband þar sem sýnt var hvernig tölvuþrjótar gátu nýtt sér veikleika í nettengdu afþreyingarkerfi Jeep Cherokee jeppa og drepið á bílnum.

Meðal bíltegundanna sem innkallaðar verða eru Dodge Viper, Ram, Cherokee og Grand Cherokee af árgerðunum 2013-2015.