*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 3. júlí 2014 16:12

Innnes fagnar yfirlýsingu um afnám merkinga á matvöru

Til að uppfylla reglugerðir hefur Innnes þurft að verja verulegum kostnaði í rannsókna- og ráðgjafakostnað.

Ritstjórn

Innnes fagnar yfirlýsingu  iðnaðar- og viðskiptaráðherra  um afnám merkinga á matvöru frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Innnes.

Innnes hefur verið brautryðjandi í innflutningi á matvöru frá Bandaríkjunum í tæp 30 ár og lagt sig fram við að eiga gott samstarf við yfirvöld og framfylgja gildandi reglum varðandi innflutning og merkingar á matvörum.

Til að uppfylla þessar reglugerðir hefur Innnes þurft að verja verulegum kostnaði  í rannsókna- og ráðgjafakostnað við að útbúa innihaldslýsingar og næringagildistöflu sem standast reglur Evrópusambandisins. Kostnaður að merkja innfluttar matvörur frá Bandaríkjunum hleypur árlega á tugum milljóna króna. Gríðarleg vinna liggur í endurmerkingu vara þar sem líma þarf á hverja einustu söluvöru. Þessi kostnaður lendir á íslenskum neytendum.

Innnes hefur auk þess þurft að taka af markaði söluháar bandarískar vörur sem uppfylltu ekki skilyrði um merkingar samkvæmt evrópskri reglugerð, þar sem bandarískir matvælaframleiðendur haga merkingum á vörum sínum með öðrum hætti en gildir innan Evrópusambandsins.

Verð af fyrirhugaðri breytingu sem iðnaðar- og viðskiptráðherra boðar er ljóst að Innnes mun geta lækkað verð á innfluttri matvöru frá Bandaríkjunum auk þess að geta boðið stóraukið úrval af matvöru frá Bandaríkjunum til hagsbóta fyrir íslenska neytendur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim