ISS, Hreint og Sólar eru þrjú af stærstu ræstingarfyrirtækjum landsins. Samanlagður fjöldi stöðugilda hjá þessum fyrirtækjum er yfir 800 og samanlögð velta þeirra á síðasta ári um 5 milljarðar króna. ISS hafði meirihlutann af þessum tekjum, eða um 3,2 milljarða króna miðað við upplýsingar úr ársreikningi fyrirtækisins. Hreint hafði um 900 milljóna króna tekjur á síðasta ári og Sólar um 750 milljónir, miðað við upplýsingar frá þessum tveimur fyrirtækjum.

Stjórnendur ræstingarfyrirtækjanna eru sammála um að hrunið hafi haft mikil áhrif á eðli markaðarins með ræstingar­ þjónustu. „Það er harðari samkeppni, það er styttri samningstími. Það þýðir ekki að við séum að missa samninga heldur er verið að semja oftar,“ segir Guð­mundur Guðmundsson, forstjóri ISS Ísland.

Hrunið hafði þó ekki endilega neikvæð áhrif á veltu ræstingarfyrirtækjanna. Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar, segir að þó að velta hafi dregist saman hjá sumum fyrirtækjum hafi velta Sólar, og margra annarra, aukist eftir hrun. „Þetta er eitthvað sem við segjum: við slökkvum ljósin þegar þjóðfélagið fer á hausinn. Þetta er algjör grunnþjónusta,“ segir Þórsteinn.

Ræstingarvélar munu verða sjálfvirkar

Fyrirtækin hafa leitast við að innleiða tæknibreytingar og breytingar á starfsháttum sínum. Að sögn Guðmundar hefur ISS verið að innleiða mjög þró­ að fyrirkomulag, Cleaning Excellence.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .