*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 10. september 2011 09:29

Innstæður dragast saman

Nær allar skuldir íslenskra innlánsstofnana eru innlán samkvæmt tölum Seðlabankans.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Innstæður sem geymdar eru í íslenskum innlánsstofnunum lækkuðu um tæpa 11 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2011. Í lok mars síðastliðins voru þær 189,7 milljarðar króna en þær höfðu dregist saman í 178,9 milljarða króna um mitt þetta ár. 99,8% af skuldum íslenskra innlánsstofnana eru innlán. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabanka Íslands um erlendar skuldir íslenskra aðila. Skuldir hins opinbera drógust saman um 8,3 milljarða króna frá mars til júníloka í ár en skuldir Seðlabanka Íslands jukust á sama tíma um 2,2 milljarða króna. Skuldir innlánsstofnana í slitameðferð, fallinna banka, stóðu nánast í stað á tímabilinu.

Stikkorð: Innlán
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim