*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 9. nóvember 2010 10:37

Innstæður stór hluti fjármögnunar bankanna

Ritstjórn

Hlutfall skammtímainnstæðna af fjármögnun bankanna er hæst hjá Arion banka en rúmlega helmingur fjármögnunar bankans er með skammtímainnstæðum viðskiptavina. Hlutfallið er öllu lægra hjá Landsbankanum og Íslandsbanka, eða 26% og 29%. Þá eru innstæður lánastofnana og Seðlabankans í bönkunum 13- 18% af fjármögnun.

Af fjármögnun nemur eigið fé bankanna um 12-15%, hæst hjá Landsbankanum. Samanborið við hina bankana er fjármögnun með lántöku langstærst hjá Landsbankanum, eða 27% af hundraði samanborið við 8% hjá Arion banka og 9% hjá Íslandsbanka.

Mun breytast

Í hálfsársuppgjöri Íslandsbanka kemur fram að bankinn fjármagni sig að stærstum hluta með skammtímainnlánum, eins og sjá má á myndinni. Segir að bankinn sé þess fullviss um að þetta muni breytast á næstu árum þegar áhættufælni fjárfesta minnki og þeir byrji að sækja í fjárfestingar með hærri vöxtum. Stjórnendur bankans muni einnig leggja áherslu á að lengja í bindingum innlána samhliða útgáfu styttri óverðtryggðra skuldabréfa og eftir atvikum í lengri verðtryggðum skuldabréfum. Til skamms og meðallangs tíma sé aðgangur að erlendu lánsfé takmarkaður, þó að alþjóðamarkaðir séu að opnast á ný.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim