*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 20. september 2016 16:44

Innviði vantar á Vestfjörðum

Vestfirðir eru í verri samkeppnissöðu til að laða yngra fólk að vegna skorts á nútimasamskiptatækni og öðrum innviðum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skortur á sterkum innviðum hefur staðið fjölbreytileika atvinnutækifæra fyrir þrifum á Vestfjörðum. Jafnframt er landshlutinn í verri samkeppnisstöðu til að laða yngra fólk til búsetu vegna skorts á nútímasamskiptatækni.

Sóknaráætlun

Þetta kemur fram í skýrslu nefndar um aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði. Leggur nefndin áherslu á fjóra þætti, það er fjölgun íbúa, fjölgun starfa, nýtingu sóknarfæra sem auki verðmætasköpun og að byggð sé treyst með eflingu innviða, sem nefndin vill að komist til framkvæmda samhliða sóknaráætlun Vestfjarða fyrir árin 2015-2019.

Leggur nefndin áherslu að flýta þurfi uppbyggingu innviða á Vestfjörðum og og lögð verði í markvissa vinnu til að gera svæðið samkeppnishæft við aðra landshluta sem búsetukost, fyrir fyrirtæki á samkeppnismarkaði og í samgöngum.

Stytting vegalengda og vegir gerðir öruggari

Leggur nefndin til að tryggt verði í fjárlögum næstu ára fjármagn til innviðauppbyggingar á sviði orku, samgangna og fjarskipta. Vegalengdir milli byggðakjarna verði styttir og vegir gerðir öruggari sem skapi möguleika til mótunar stærri og lífvænlegri atvinnu- og búsetusvæða.

„Öryggi í orkumálum, bættar samgöngur og bætt fjarskipti ásamt framboði á góðri menntun og tryggri heilbrigðisþjónustu séu allt þættir sem veita fólki á öllum aldri öryggi og bæti búsetuskilyrði. Þættir sem þyki hluti af sjálfsögðum lífsgæðum í nútímasamfélögum verði að vera til staðar á Vestfjörðum eigi atvinnulíf og samfélag þar að geta dafnað,“ segir í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins um málið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim