Í fyrsta sinn í sjö ár fluttu fleiri til Írlands heldur en frá því, í kjölfar þess að hagkerfi landsins er loksins að jafna sig eftir efnahagshrunið.

Fleiri flytja heim, færri út

Fluttu um 79.300 einstaklingar til landsins á árinu sem lauk í enda apríl síðastliðinn, samkvæmt tölum frá hagstofu landsins.

Er um 14% aukningu að ræða frá árinu á undan. Fjöldi þeirra sem fluttu frá landinu féll hins vegar um 6%, niður í 76.200 manns.

Brottflutningur náði hámarki 2013

Á meðan á efnahagshruninu stóð, náði brottflutningur Íra sínum hæstu gildum síðan á 19. öld, og náði hann hámarki árið 2013.

Nú eru margir þeirra sem fluttu á brott þó að snúa til baka, meðan fyrirtæki eins og Apple og Credit Suisse hafa verið að færa út kvíarnar á Írlandi. Laun hækkuðu um 2,9% á öðrum ársfjórðungi í landinu.

„Atvinnuhorfur líta mjög vel á árinu 2016, vegna sterks efnahagsbata,“ segir Alan McQuaid, hagfræðingur hjá Merrion Capital í Dublin.