Íris Kristjánsdóttir hefur látið af störfum hjá Opnum kerfum og tekur nú við sem yfirmaður viðskiptaþróunar Syndis.

Íris starfaði áður hjá Opnum kerfum, nú síðast sem viðskiptastjóri hýsingar- og rekstrarlausna, þar sem hún m.a sinnti tengslum við viðskiptavini, þróun á vöru- og lausnaframboði.

Íris er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Reykjavíkur og er IPMA vottun. Íris hefur jafnframt yfir tólf ára reynslu í bransanum og vill Íris meðal annars innleiða nýjar lausnir og þjónustur til að mæta þeirri tölvuöryggisvá sem íslensk fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir.