*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 10. mars 2019 18:00

Irving hættir í stjórn Heimavalla

Fyrrverandi forstjóri Irving Oil býður sig ekki fram áfram, en 6 vilja 5 stjórnarsæti í Heimavöllum, þar af 3 sitjandi stjórnarmenn.

Ritstjórn
Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Heimavalla ásamt Páli Harðarsyni forstjóra Kauphallarinnar við skráningu félagsins á markað.
Haraldur Guðjónsson

Sex hafa boðið sig fram til stjórnar á aðalfundi Heimavalla hf. sem verður haldinn þann 14. mars 2019 kl. 15.00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, Sal D.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um liggur fyrir aðalfundinum tillaga um að taka félagið af markaði. Mikil umræða hefur verið um að ekki hafi verið nægileg þátttaka í hlutafjárútboði félagsins sem hafi liðið fyrir neikvæða umræðu, einnig í vaxtakjörum.

Framboðsfrestur til stjórnar Heimavalla hf. rann út í gær, þann 9. mars, en þrír af sex frambjóðendum eru sitjandi stjórnarmenn.

Tveir núverandi stjórnarmenn, Arthur Irving, fyrrum forstjóri Irving Oil Limited og framkvæmdastjóri hjá Cobalt Properties Limited og Anna Þórðardóttir stjórnarmaður í Íslandsbanka, Högum og Framtíðarsetri Íslands gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í sumar átti Arthur, sem er fyrrum forstjóri olíufélagsins, 1% í Heimavöllum þá.

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins:

  • Árni Jón Pálsson - nýr frambjóðandi í stjórn

Meðeigandi hjá Alfa Framtak, hlutafjáreign í Heimavöllum: 0

  • Erlendur Magnússon - stjórnarmaður frá júní 2018 og stjórnarformaður félagsins.

Stjórnarformaður Total Capital Partners LLP, hlutafjáreign í Heimavöllum: 25 milljón hlutir, að andvirði nú tæplega 31 milljón krónur.

  • Halldór Kristjánsson - stjórnarmaður frá nóvember 2016

Framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar ehf., hlutafjáreign í Heimavöllum: 0

  • Hildur Árnadóttir - stjórnarmaður frá júní 2017

Starfar við ráðgjöf og setu í ýmsum stjórnum og nefndum, hlutafjáreign í Heimavöllum: 0

  • Kristján Óli Níels Sigmundsson - nýr frambjóðandi í stjórn

Fjárfestir og bifreiðastjóri, hlutafjáreign 179 þúsund hlutir á andvirði nú um 220 þúsund króna

  • Rannveig Eir Einarsdóttir - nýr frambjóðandi í stjórn

Framkvæmdastjóri Reir ehf., en bein og óbein hlutafjáreign tengdra aðila eru tæplega 509 milljón hlutir, að andvirði um 626 milljóna króna. Hún er, ólíkt öðrum stjórnarmönnum eru sagðir ekki hafa nein hagsmunatengsl við samkeppnisaðila eða hluthafa sem eiga 10% eða meira, þá eru tímabund hagsmunatengsl sögð vera til staðar vegna kaupa Heimavalla á 164 íbúðum á hinum svokallaða Hlíðarendareit, þar sem frambjóðandi tengist seljanda íbúðanna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim