Stjórnarkjör fer fram á hluthafafundi Heimavalla sem verður á föstudag, en sjö bjóða sig fram í þau fimm sæti sem í boði eru, þar af tvær konur sem uppfyllir lágmarkskröfur ríkisins um 40% af hvoru kyni í stjórnum fyrirtækja. Jafnframt bjóða tveir núverandi stjórnarmenn sig áfram fram í stjórnina.

Nýtur Arthur Irving yngri, fyrrverandi forstjóri olíufélagsins Irving Oil, sem eitt sinn hugðist hasla sér völl hér á landi, stuðning nokkurra stórra hluthafa að því er Fréttablaðið segir frá. Sjálfur átti hann um 1% eignarhlut í íbúðaleigufélaginu í gegnum félag sitt Nilock Capital Corporation í lok síðasta árs.

Þeir sem bjóða sig fram í stjórnina eru:

  • Anna Þórðardóttir, núverandi stjórnarmaður
  • Arthur Irving jr.
  • Einar Símonarson
  • Erlendur Magnússon
  • Halldór Kristjánsson, núverandi stjórnarmaður
  • Hildur Árnadóttir
  • Vilhjálmur Bergs

Arthur er sonur nafna síns, sem er einn ríkasti maður Kanada með auð sem metinn er á bilinu 5,8 til 9,5 milljarðar dala. Arthur hinn eldri á alla hluti í fjölskyluduolíufélaginu Irving Oil sem faðir hans, Kenneth Colin Irving stofnaði, en Arthur yngri var í mörg ár forstjóri fyrirtækisins.