ISAVIA stefnir á að leggja yfir 20 milljarða á ári í fjárfestingar við uppbyggingu Keflavíkurflugurflugvallar næstu fjögur árin.

Þetta kemur fram í svari Sigurður Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy, þingmanns Píarta á Alþingi.

Alls nemur áætluð fjárfesting áranna 2019-2022 um 91 milljarði króna. Til samanburðar fjárfesting ISAVIA á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári 13 milljörðum króna. Þó er sá fyrirvari settur sá fyrirvari á svarið að fjárfestingaáformin hafi ekki verið staðfest endanlega og að fjárhæðir gætu breyst í útboðum.

  • 2019 áætluð fjárfesting 21,5 milljarðar kr.
  • 2020 áætluð fjárfesting 24,3 milljarðar kr.
  • 2021 áætluð fjárfesting 24,9 milljarðar kr.
  • 2022 áætluð fjárfesting 20,7 milljarðar kr.

Í viðtali við Morgunblaðið á þriðjudaginn sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia að kaup Icelandair á Wow air hefðu ekki áhrif á stækkunaráform á Keflavíkurflugvelli. „ Hvað stækkunaráform okkar til næstu ára varðar, þá er löngu ljóst að aukið rými þarf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að þjónusta sem best þann fjölda ferðafólks sem nú þegar fer um Keflavíkurflugvöll. Þeim áætlunum hefur ekki verið breytt,“ var haft eftir Guðjóni.