*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 8. nóvember 2018 13:20

Isavia fjárfestir fyrir 90 milljarða

Kaup Icelandair á Wow air hafa ekki áhrif á uppbyggingaráform Isavia á Keflavíkurflugvelli næstu árin.

Ritstjórn
Isavia
Haraldur Guðjónsson

ISAVIA stefnir á að leggja yfir 20 milljarða á ári í fjárfestingar við uppbyggingu Keflavíkurflugurflugvallar næstu fjögur árin. 

Þetta kemur fram í svari Sigurður Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy, þingmanns Píarta á Alþingi.

Alls nemur áætluð fjárfesting áranna 2019-2022 um 91 milljarði króna. Til samanburðar fjárfesting ISAVIA á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári 13 milljörðum króna. Þó er sá fyrirvari settur sá fyrirvari á svarið að fjárfestingaáformin hafi ekki verið staðfest endanlega og að fjárhæðir gætu breyst í útboðum.

  • 2019 áætluð fjárfesting 21,5 milljarðar kr.
  • 2020 áætluð fjárfesting 24,3 milljarðar kr.
  • 2021 áætluð fjárfesting 24,9 milljarðar kr.
  • 2022 áætluð fjárfesting 20,7 milljarðar kr. 

Í viðtali við Morgunblaðið á þriðjudaginn sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia að kaup Icelandair á Wow air hefðu ekki áhrif á stækkunaráform á Keflavíkurflugvelli. „ Hvað stækkunaráform okkar til næstu ára varðar, þá er löngu ljóst að aukið rými þarf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að þjónusta sem best þann fjölda ferðafólks sem nú þegar fer um Keflavíkurflugvöll. Þeim áætlunum hefur ekki verið breytt,“ var haft eftir Guðjóni.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim