Ísland gerðist nýlega aðili að samningi Alþjóðafríverslunarstofnaninnar, WTO, um viðskiptaliprun. Þetta kemur fram í frétt á vef WTO .

„Samningnum um viðskiptaliprun er ætlað að stuðla að aukinni skilvirkni og hraða við tollframkvæmd, þ.m.t. tollafgreiðslu. Þessu markmiði skal ná með greiða fyrir samvinnu á milli tollayfirvalda og annara yfirvalda sem fara með málefni tengd framkvæmd samningsins,“ segir í tilkynningunni frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu .

Bókunin öðlast þó ekki gildi fyrr en tveir þriðju af aðildarríkjum WTO samþykkt hana og Ísland er 96. aðildarríkið til að samþykkja hana. Alls þurfa 110 ríki að samþykkja hana til þess að hún taki gildi. Meðal þeirra sem þegar hafa samþykkt bókunina eru aðildar ríki Evrópusambandsins, Noregur, Sviss, Liechtenstein, Bandaríkin, Ástralía, Japan, Hong Kong og Kína.