Ísland hefur bætt sig umtalsvert í innleiðingu gerða í EES-samningnum samkvæmt frammistöðumati sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA birtir í dag.

Innleiðingarhalli gerða frá EES er nú 2,1% en var 2,8% í nóvember í fyrra og 3,2% í apríl 2014. Markvisst hefur verið unnið að því að bæta framkvæmd EES-samningsins samkvæmt Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar en markmið stjórnvalda er að ná innleiðingarhalla niðurfyrir 1%.

Þrátt fyrir mikla bætingu á frammistöðu Íslands er landið ennþá með hæsta innleiðingarhallann á Evrópska efnahagssvæðinu.