Auglýsingatekjur fjölmiðla
Auglýsingatekjur fjölmiðla
© vb.is (vb.is)

Fjölmiðlaumhverfi einstakra landa er afar mismunandi og erfitt að benda á neitt nema hefð því til útskýringar. Þannig er Bretland feykilegt dagblaðaland en Bandaríkin sjónvarpsland. Án þess að Bretar séu neitt deigir við glápið.

Af skiptingu auglýsingatekna sést að Ísland er dagblaðaland. Þó enginn efist um áhrifamátt sjónvarpsins er samt mun meiru fé varið í dagblaðaauglýsingar. Hvað sem líður vangaveltum um eignarhald og annað slíkt getur það ekki verið nema vegna þess að dagblaðaauglýsingar þyki árangursríkar, sem aftur bendir til þess að íslensk blöð séu vel lesin.

Jú, bólan og hrunið höfðu sitt að segja, en ástandið er ekki bölvanlegra en það var 2003. Fyrir utan skuldirnar auðvitað. Og rekstrartapið.