Magn vergrar landsframleiðslu á mann á Íslandi árið 2016 var 29% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28. Ísland var fimmta sæti í röð 37 Evrópuríkja (Evrópusambandsríkjanna auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu).

Magn vergrar landsframleiðslu á mann árið 2016 var hæst í Lúxemborg 167% yfir meðaltali ESB ríkja en þar á eftir kom Írland þar sem verg landsframleiðsla á mann var 77% yfir meðaltali ESB ríkja. Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar, en býr utan þess og telst því ekki til íbúa.

Magn einstaklingsbundinnar neyslu á mann var 14% yfir meðaltali ESB ríkja samkvæmt sömu tölum. Þar var Ísland í áttunda sæti í röð landanna 37 og enn var Lúxemborg í fyrsta sæti og var 32% yfir meðaltali ESB ríkjanna. Hægt er að kynna sér málið betur með því að skoða frétt Hagstofu Íslands .

Magn vergrar landsframleiðslu á mann, Hagstofan
Magn vergrar landsframleiðslu á mann, Hagstofan

Heimild: Hagstofa Íslands.