Í rannsókn FutureBrand, þar sem Ísland kemur út sem 15. sterkasta vörumerkið og Viðskiptablaðið hefur fjallað um, tengja svarendur helst náttúrufegurð við Ísland eða um 70% aðspurðra. Á eftir náttúrufegurð tengir fólk helst öryggi við Ísland og að það sé eftirsóknarverður staður til að heimsækja. Það sem helst dregur okkur niður er að fáir virðast telja að mikið virði megi fá fyrir peninginn hér á landi eða aðeins um 21%, þá telja aðeins 27% að það sé gott að stunda viðskipti hér á landi og 30% tengja háþróaða tækni.

Hvað er helst tengt við Ísland
Hvað er helst tengt við Ísland
© Skjáskot (Skjáskot)

Þá er einnig spurt um viðhorf gagnvart sérfræðiþekkingu hvers lands en þar má segja að þrír þættir séu áberandi hæstir hvað Ísland varðar. Felstir telja að sérfræðiþekking Íslands liggi í orkumálum eða um 34%, þá telja 29% að sérfræðiþekking Íslands liggi í matvælum og drykkjarvörum sem má áætla að grundvallist á sjávarútvegi Íslendinga en í þriðja lagi telja 22% að sérfræðiþekking Íslands liggi í tækni sem kemur nokkuð á óvart þar sem fáir tengja háþróaða tækni við Ísland í fyrri spurningunni.

© Skjáskot (Skjáskot)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .