*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 20. júní 2012 08:37

Íslandsbanki býður 5% hlut í Icelandair til sölu

Íslandsbanki á tæp 20% í Icelandair Group og hyggst minnka hlut sinn. Verðtilboð munu ráða því hversu stór hlutur verður seldur.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu 5% eignarhlut í Icelandair Group hf. að því að fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Núverandi eignarhlutur Íslandsbanka nemur 19,99%.

Endanleg stærð þess eignarhlutar sem seldur verður, mun ráðast af verðtilboðum fjárfesta. Markaðir Íslandsbanka hafa umsjón með sölu hlutanna.

Sala hlutanna fer fram 21. og 22. júní í lokuðu útboði í samræmi við við c-lið 1. mgr. 50. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Stikkorð: Icelandair Group