Íslandsbanki hélt morgunfund í gær, fimmtudag, sem bar heitið „Hvað í fj@$¥€£% er þetta Bitcoin?“

Framsögumaður á fundinum var Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjói Appvise en umræðustjóri var Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðinur hjá Samtökum atvinnulífsins.

Gísli sagði það gaman að bankarnir væru farnir að taka þátt í Bitcoin, en hann sagði þá hafa verið seina að taka þátt í internetinu og í raun ótrúlegt hvað þeim hafi tekist vel til sem stórir þátttakendur.

„Ég trúi því ekki að bankarnir muni hverfa en deildir og tekjusvið gætu færst frá bönkum til tæknifyrirtækja. Hver stórbanki keppir nú við að lýsa því hvað þeir séu að gera sem er annaðhvort að stofna bitcoin deildir eða kaupa sig inn í bitcoin fyrirtæki. Þeir eru í raun að koma í veg fyrir að þeir verði úreltir,“ sagði Gísli á fundinum.

Már Másson, forstöðumaður dreifileiða og nýsköpunar, hjá Íslandsbanka sagði á fundinum að Íslandsbanki fylgist vel með framþróun bitcoin og blockchain en bankinn myndi halda áfram að fjalla um þessa þróun fjármálamarkaða og þetta væru spennandi tímar.