Íslandsbanki lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum og víxlum. Að þessu sinni var þó öllum tilboðum hafnað í sértryggða skuldabréfaflokknum ISLA CBI 22.

Seldir víxlar í þriggja mánaða flokkinn ISLA 16 0721 voru að nafnvirði 1,74 milljarða króna á 6,41% flötum vöxtum, en í 6 mánaða flokkinn ISLA 16 1012 seldust að nafnvirði 1,36 milljarðar króna á 6,50% flötum vöxtum.

Heildareftirspurn var 5,72 milljarða króna en 54% tilboða var tekið. Í kjölfar skráningar útboðsins mun heildarupphæð útistandandi víxla Íslandsbanka verða 10,64 milljarðar króna.

Stefnt er að töku til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 15. apríl næstkomandi en þá eru 4,44 milljarðar króna á gjalddaga í flokkinum ISLA 16 0415.