Viðskiptavinir Íslandsbanka sem tóku ný verðtryggð neytendalán skömmu fyrir að útreikningur neytendalána var leiðréttur vegna mistaka Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka .

„Íslandsbanki mun koma til móts við þá viðskiptavini sem tóku verðtryggð neytendalán frá og með apríl 2016 til og með október 2016.  Aðgerðin er umfram skyldu bankans og ber ekki að túlka sem svo að bankinn telji sér ávallt skylt að bæta fyrir hugsanleg mistök Hagstofunnar af sama toga. Umræddum viðskiptavinum verður tilkynnt nánari útfærsla þegar hún liggur fyrir.

Um 1000 viðskiptavinir Íslandsbanka tóku ný verðtryggð neytendalán á tímabilinu og verður kostnaður bankans við leiðréttinguna nokkrir tugir milljóna króna,“ segir í tilkynningunni.

Áður höfðu Arion banki og Landsbankinn tilkynnt um að þeir myndu einnig leiðrétta ný neytendalán vegna mistaka Hagstofunnar.