*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 23. maí 2018 12:51

Íslandsbanki selur sig úr Summu

Sjóðstýringarfélag með 25 milljarða í stýringu er nú að fullu í eigu starfsmanna í gegnum félagið Megind.

Ritstjórn
Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka, en bankinn hefur selt sig út í áföngum síðustu ár, nú með því að selja síðasta fjórðunginn.
Haraldur Guðjónsson

Sjóðstýringarfyrirtækið Summa rekstrarfélag er nú að fullu í eigu starfsmanna sinna eftir að gengið var frá kaupum þeirra á fjórðungshlut Íslandsbanka í félaginu í lok apríl að því er Fréttablaðið greinir frá.

Keyptu starfsmennirnir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri félagsins, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason hlutinn í gegnum eignarhaldsfélagið Megind sem nú á félagið að fullu.

Félagið, sem áður var dótturfélag Íslandsbanka, hagnaðist um 3,7 milljarða króna á síðasta ári. Árið 2016 nam hagnaðurinn 243 milljónum króna en í fyrra námu hreinar rekstrartekjur félagsins 143 milljónum en rekstrargjöldin 138 milljónum.
Félagið, sem Íslandsbanki hefur selt sig út úr í áföngum síðustu ár, var með 25 milljarða í stýringu á síðasta ári.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim