Greining Íslandsbanka hefur sent út spá fyrir stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, sem verður tekið 8. febrúar næstkomandi. Íslandsbanki spáir því að vextir komi til með að halda óbreyttir. Hægt er að kynna sér ítarlegan rökstuðning Greiningar Íslandsbanka hér .

Í stuttu máli er því spáð að rökstuðningur nefndarinnar fyrir óbreyttum vöxtum verði sá að þrátt fyrir að verðbólga og verðbólguvæntingar haldist við verðbólgumarkmið, kalli gengislækkun krónunnar undanfarið og kröftugur vöxtur eftirspurnar á óbreytta stýrivexti.

„Nefndin mun að okkar mati vera áfram með hlutlausa framsýna leiðsögn í yfirlýsingu sinni vegna vaxtaákvörðunarinnar nú. Mun hún líklegast segja, líkt og í yfirlýsingu sinni í desember, að aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn,“ er einnig tekið fram í spánni.