*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 31. janúar 2013 17:35

Íslandsbanki stækkar sértryggðan skuldabréfaflokk

Íslandsbanki hefur gefið út fjóra sértryggða skuldabréfaflokka upp á 13,4 milljarða á rúmu ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki lauk í dag útboði á útistandandi flokki sértryggðra skuldabréfa til þriggja ára með 6,5% ávöxtunarkröfu. Flokkurinn var stækkaður um hálfan milljarð króna og nemur hann í heildina nú 1.740 milljónum króna. 

Fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka að 100% eftirspurn hafi verið skuldabréfunum í útboðinu og var öllum tilboðum tekið. Stefnt er á að bréfin verði tekin til viðskipta í Kauphöllinni 6. febrúar næstkomandi. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréf Íslandsbanka er á vegum MP banka.

Þá segir í tilkynningunni að Íslandsbanki hafi nú gefið út fjóra flokka sértryggðra skuldabréfa síðan í desember árið 2011 upp á samtals 13,4 milljarða króna.