*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 30. ágúst 2018 16:30

Íslandshótel hagnast um 293 milljónir

Hagnaður Íslandshótela á fyrri helmingi ársins var tæplega sex sinnum meiri en á sama tíma í fyrra.

Ritstjórn
Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.
Haraldur Guðjónsson

Stærsta hótelfyrirtæki landsins, Íslandshótel, hagnaðist um 293 milljónir króna á fyrri hluta þessa árs samkvæmt uppgjöri félagsins sem var birt fyrir skömmu. Hagnaður félagsins var tæplega sex sinnum meiri en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 53 milljónum króna. 

Tekjur félagsins námu rúmlega 5,2 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um 12,7% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA Íslandshótela nam 1,2 milljörðum króna og hækkaði um 257 milljónir króna frá sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 801 milljón og hækkaði um 53% milli ára. 

Stikkorð: Íslandshótel