Íslandsstofa var valið markaðsfyrirtæki ársins 2016 . Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í síðustu viku. Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Verðlaunin eru veitt af ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.

Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár.

Dómnefndina skipuðu:

  • Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar.
  • María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK.
  • Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK.
  • Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels.
  • Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)