Í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans kemur fram að vottaðar veiðar Íslendinga nema um 6% af þeim veiðum sem vottaðar eru hjá Marine Stewardship Council (MSC). Í samanburði við afla Íslendinga á heimsvísu, sem er rétt um eitt prósent, er líklegt að engin önnur fiskveiðiþjóð geti sýnt fram á jafn víðtæka vottun á eigin veiðum.

Skýrsluhöfundar, þeir Jack Whitacre og Haukur Már Gestsson, benda á að enn séu tækifæri fyrir Íslendinga að ná lengra í þessum efnum eins og t.d. með vottuðum loðnuveiðum.

Sjá nánar á vef Sjávarklasans.