Íslendingar virðast bóka hótelgistingu lengur í ár en í fyrra, og á flottari hótelum, samkvæmt tölum sem Dohop tók saman um hótelbókanir Íslendinga á vef sínum í ágúst og báru saman við tölur fyrir sama mánuð í fyrra.

Einnig virðist Íslendingar í minna mæli en áður panta hótelgistingar á Akureyri og í Reykjavík en áður. Reykjavík var í 4. sæti yfir þær borgir sem Íslendingar bóka hótel í, en dettur nú niður í það 7. og Akureyri sem var í 10. sæti fellur nú niður í 24. sæti.

Bóka flottari hótel

Nálega tvöfallt fleiri Íslendingar bókuðu gistingu á stærri hótelum þar sem innifalið er matur, skemmtun og oft stranglengja, svo stór hluti af frítímanum er eytt á sjálfu hótelinu, svokölluð „resort“ hótel samkvæmt Dohop.

Sérstaklega virðist vinsælt að panta stærri hótel á Kanaríeyjum í ár.

Lengri bókunarfrestur

Jafnframt leita fleiri að gistingu utan hinna hefðbundnu hótela, eins og hostel og íbúða, en mun færri velja mótel. Einnig virðast fríin vera betur skipulögð en áður, í fyrra bókuðu flestir með 47 daga fyrirvara, en nú er meðalfyrirvarinn kominn upp í 50 daga.

Meðallengd dvalar hefur einnig aukist, í fyrra var hún 3 dagar, en nú er hún komin upp í 4 daga. Einnig er töluverð fækkun í bókunum sem er bara ein nótt.

Í fyrra var Kaupmannahöfn vinsælasti áfangastaðurinn, en nú er það Tenerife, sem fyrir ári síðan var í 6. sæti.