*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 28. mars 2018 09:59

Íslendingar eigi langa sögu skattsvika

Forsætisráðherra sagði á ráðstefnu OECD að einungis megi rekja heiðarleika og varnir gegn spillingu hér á landi til ársins 2008.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG ávarpaði ráðstefnu OECD um varnir gegn spillingu og opinber heilindi sem hófst í París í gær.
Haraldur Guðjónsson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á ráðstefnu OECD um varnir gegn spillingu og opinber heilindi sem hófst í París í gær að Íslendingar eigi sér langa sögu skattsvika.

Þetta kemur fram í útvarpsfréttum RÚV en þar segir að hún hafi meðal annars sagt að það hafi ekki verið fyrr en í hruninu árið 2008 sem heiðarleiki og varnir gegn spillingu hafi komist í hámæli pólítískrar umræðu á Íslandi.

„Íslendingar eiga sér langa sögu skattsvika sem rekja má allt aftur til landsnámsmanna sem ekki vildu greiða Haraldi Noregskonungi skatta,“ sagði Katrín meðal annars í ræðu sinni.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim