Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu mönnum Bretlands, samkvæmt nýjum lista Sunday Times, sem sýnir þúsund ríkustu íbúa Bretlands. Sagt er að auðæfi hans hafi aukist um 98 milljónir punda á milli ára (16 milljarða íslenskra króna). Þá eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða 276 milljarða króna. RÚV greinir frá þessu.

Fleiri Íslendingar rata á ofangreindan lista, en Bakkavarabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir gera það einnig. Samkvæmt listanum hafa auðæfi þeirra dregist saman um 140 milljónir punda. Eru þeir nú metnir á 560 milljónir punda, sem nemur 91 milljarði króna.