Innflutningur á eldsneyti til Íslands jókst um 77% á milli áranna 2012 til 2016. Vegna lækkandi olíuverðs þá minnkaði verðmæti innflutningsins um 18%. Ef þróunin heldur áfram verður innflutningurinn tvöfalt meiri í ár en fyrir fimm árum. Þetta er meðal þess sem kemru fram í samantekt Hagstofunnar sem unnin var fyrir Morgunblaðið .

Þar kemur fram að aukin eldsneytisnotkun beri marks um aukinn hagvöxt og stóraukin umsvif í ferðaþjónustu. Hluti af aukningunni að þeirra mati er tilkmna vegna eldsneytis sem að íslenskir lögaðilar keyptu erlendis. Til að mynda var hlutur islenskra flugfélaga í fyrra stór, 80 prósent. Sé erlendi hlutinn undanskilin þá jókst notkunin einunigs um 24% árin 2013 til 2016.

Einnig hafa skatttekjur íslenska ríkisins af olíu aukist umtalsvert síðustu ár. Að öllu óbreyttu munu þær nálgast 50 milljaða í ár en voru 36 milljarðar árið 2013.