Heildarfjárhæð yfirdráttarlána Íslendinga á síðasta ári nam 85,9 milljörðum króna og skuldar hvert heimili að meðaltali um 1,1 milljón króna í yfirdráttarlán. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

„Við höfum fylgst með þessum tölum og ekki lesið úr þeim neina afgerandi þróun síðustu árin. Þær virðast sitja á svipuðum stað og því höfum við ekki rýnt í þær sérstaklega,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningardeild Íslandsbanka í samtali við Fréttablaðið.

Landsmenn greiða árlega tæpa 11 milljarða króna í vexti af yfirdráttarlánum sé miðað við hefðbundna 12,5% vexti. Lánin hafa hækkað lítillega undanfarin ár, en árið 2010 var meðalyfirdráttarheimild hvers heimilis um 937 þúsund krónur.