Vortexa er nýtt frumkvöðlafyrirtæki í olíubransanum, sem stofnað var af Fabio Kuhn, sem áður starfaði hjá BP. Þar innanborðs starfar Íslendingurinn Salvar Þór Sigurðarson, hann er titlaður sem UX Designer hjá fyrirtækinu. Jaan Taalinn einn af stofnendum Skype hefur fjármagnað fyrirtækisins.

Frumkvöðlafyrirtækið hefur vakið talsverða athygli, en Financial Times hefur nú nýverið fjallað um starfsemi þess. Salvar Þór segir í stöðufærslu á Facebook síðu sinni að Vortexa hafi smíðað tól sem sýnir nákvæmlega hversu mikið af hvernig olíu er að fara hvert, hvar sem er í heiminum í rauntíma.

„Eitthvað sem enginn hefur gert áður. Langerfiðasta, skemmtilegasta og mest spennandi verkefni sem ég hef nokkurntímann tekið þátt í. Og er bara rétt að byrja,“ segir Salvar Þór.