Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,35% í morgun í viðskiptum upp á tæplega 1,9 milljarða króna. Mest eru viðskipti með hlutabréf Marel og Icelandair, eða tæpur milljarður króna. Hlutabréfagengi Marel hefur þá lækkað um 4,10% en gengi bréfa Icelandair um 3,94%. HB Grandi hefur þá lækkað um 4,63% í 119 milljóna króna viðskiptum.

Kosið var um hvort Bretland ætti að halda sig í Evrópusambandinu í gær og niðurstaðan var sú að Breskir kjósendur kusu með útgöngu . Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrr í dag hefur íslenski seðlabankinn brugðist við og sagt að þótt áhrif útgöngunnar á íslenskt efnahagskerfi verði neikvæð þá verði þau óveruleg .