*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 10. júlí 2017 09:49

Íslensk orkufyrirtæki selja réttindi

Íslensk orkufyrirtæki hafa selt frá sér réttinn til að kalla orku sína náttúruvæna í stórum stíl í krafti ESB reglugerða.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Evrópusambandstilskipanir og tilheyrandi lagaumgjörð hefur gert íslenskum orkufyrirtækjum kleift að selja upprunaábyrgðir fyrir rafmagnsframleiðslu fyrir hundruð milljóna á hverju ári.

Salan gefur erlendum orkufyrirtækjum tækifæri til að líta betur út á pappírum þó framleiðsla þeirra sé ekki gerð með umhverfisvænum hætti. Á sama tíma dregur úr getu íslensku orkufyrirtækjanna til að votta að framleiðsla þeirra sé umhverfisvæn.

Söluandvirðið gæti verið meira en milljarður

Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, hafði um 60 milljónir króna í tekjur af sölu upprunaábyrgða og HS Orka þénaði um 40 milljónir frá sams konar sölu í fyrra að því er Morgunblaðið greinir frá. Rarik og dótturfyrirtæki þess hafa ekki selt frá sér ábyrgðir en hins vegar eru upplýsingar um sölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum ekki opinberar.

Heildarorkumagnið sem vottun var seld fyrir á síðasta ári nam 7,6 TWh en nú þegar á þessu ári er magnið komð í 8,9 TWh, svo aukningin hlýtur að teljast mikil milli ára. Þar af seldi Landsvirkjun um 5 TWh á síðasta ári að því er Morgunblaðið greinir frá.

Þar sem verðið á vottunum hefur sveiflast mikið, eða frá 0,3 til 2,1 evra á hverja MWst gætu tekjur Landsvirkjunar á sölunni vera á bilinu 180 milljónir upp í ríflega 1,2 milljarða. Íslensk orkufyrirtæki eru langt að baki nágrönnum okkar Norðmönnum í sölu upprunaábyrgða, en á síðasta ári seldu þeir yfir 161 Twh úr landi, sem er meira en tuttufalt það ígildi orkumagns sem selt var úr landi hérlendis.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim