*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 10. mars 2010 11:37

Íslensk stjórnvöld fá upplýsingar um innstæður á Bahamas

Ritstjórn

Samningur milli Norðurlanda og Bahamaeyja veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um skattskyldar innstæður og tekjur og mögulegan aðgang að tekjum og fjármagni sem ekki hefur verið gefið upp til skatts í heimalandinu. Kallast þetta upplýsingaskiptasamningur sem undirritaður var á miðvikudaginn sl. að því er fram kemur í tilkynningu.

Samkvæmt fréttatilkynningu er samningurinn liður í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem á að stuðla að því að koma í veg fyrir skattaundanskot á heimsvísu.

„Verkefninu hefur verið vel tekið hjá OECD (Organisation for Economic Co-operation and Development) og styrkt stöðu Norðurlanda á alþjóðavettvangi. Frá því samningaviðræður hófust vorið 2007 hafa norrænu ríkin gert upplýsingaskiptasamninga við Arúba, Andorra, Bahamaeyjar, Bermúdaeyjar, Guernsey, Mön, Jersey, Antillaeyjar, Cayman-eyjar, Bresku Jómfrúreyjarnar, Anguilla, Turcs- og Caicoseyjar, Gíbraltar, Cookeyjar, Samóeyjar og San Marínó. Danir hafa auk þess samið við yfirvöld á St. Lucia, St. Vincent og Grenadin, St. Kitts og Nevis auk Antigua og á Barbuda," segir í tilkynningunni. Af stjórnarskrárástæðum eru samningarnir tvíhliða. Allir upplýsingaskiptasamningar af þessu tagi sem norrænu ríkin gera, fara síðan til umfjöllunar í þingum landanna. Samningurinn var undirritaður við athöfn í sendiráði Danmerkur í París miðvikudaginn 10. mars.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim