*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 30. apríl 2018 13:29

Íslensk verðbréf töpuðu 36 milljónum

Á aðalfundi félagsins var Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi forstjóri Kviku, kjörinn stjórnarformaður.

Ritstjórn
Sigurður Atli Jónsson er nýr stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa.
Haraldur Guðjónsson

Íslensk verðbréf töpuðu tæplega 36 milljónum króna árið 2017 að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Ástæðan eru miklar breytingar sem leiddu af sér verulegan kostnað. 

„Rekstur ársins 2017 einkenndist af verulegum breytingum á starfsemi félagsins. Ráðist var í hagræðingaraðgerðir sem leiddu af sér töluverðan einskiptiskostnað en miða að því að treysta rekstur félagsins til framtíðar og skapa þar með góðan grunn til að byggja á,“ er haft eftir Jóni Helga Péturssyni, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa í tilkynningunni.”

Eigið fé í árslok nam 483 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall samstæðunnar var í árslok 19,9%. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru 117 milljarðar króna í árslok 2017 en alls voru rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar með fjármuni í eignastýringu og vörslu hjá félaginu. 

Á aðalfundi félagsins voru tveir nýir einstaklingar inn í stjórn en það voru þeir Ingólfur Vignir Guðmundsson og Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi forstjóri Kviku, sem jafnframt var kjörinn stjórnarformaður. Anna Guðmundsdóttir var endurkjörinn en hún mun verða varaformaður stjórnar. Aðalmönnum í stjórn var jafnframt fækkað úr fimm í þrjá. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim