Nú liggur fyrir niðurstaða greiningar ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company á rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. Skýrslan var unnin í samræmi við tillögu fjárlaganefndar Alþingis og í samstarfi við velferðarráðuneytið.

Í skýrslunni er kastljósinu beint að afköstum á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls. Jafnframt er fjallað um nýtingu fjármuna, gæði veittrar heilbrigðisþjónustu og samspils Landspítalans við aðra hluta heilbrigðiskerfisins

Skapar sameiginlegan grunn til umræðu

Samkvæmt síðu Velferðarráðuneytisins, segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra skýrsluna skapa sameiginlegan grunn til að ræða um stöðu Landspítalans og framlag hans í heilbrigðisþjónustunni á forsendum staðreynda og faglegs mats.

Við gerð fjárlaga ársins 2016 lagði fjárlaganefnd Alþingis til að veittir yrðu fjármunir til að fjármagna greiningu og úttekt á rekstri Landspítalans og var það samþykkt.

Útgjöld til heilbrigðismála nálægt meðaltali OECD

Í heild námu útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi árið 2014 8,8% af vergri landsframleiðslu sem er nálægt meðaltali OECD en lægra en annars staðar á Norðurlöndunum, að Finnlandi undanskildu.

Nokkrir undirliggjandi þættir sem hafa áhrif á skilvirkni heilbrigðiskerfisins og og gæði þjónustunnar valda minni útgjaldaþörf til málaflokka en ella. Íslendingar eru til að mynda hlutfallslega und þjóð með heilbrigðar lífsvenjur. Það dregur úr þörf þjóðarinnar til að verja stórum hluta landsframleiðslu í heilbrigðismál.

Óskilvirkni eykur útgjaldaþörf

Aftur á móti er óskilvirkni í íslenska heilbrigðiskerfinu, sem er líkleg til að auka útgjaldaþörfina. Íslenska heilbrigðiskerfið virðist þó almennt standa vel í öllum samanburði við Norðurlöndin hvað varðar gæði.

Aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki er í heild sambærilegt eða örlítið betra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Aðgengi að myndgreiningartækjum er gott og starfsfólk hefur ríkari tilhneigingu til þess að vísa sjúklingum í rannsóknir. Aftur á móti er notkun lyfja há miðað við höfðatölu.

Skýrsluna má nálgast hér .