*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 9. júlí 2018 11:38

Íslenska ríkið sýknað af milljarða kröfu

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af tæplega 5,3 milljarða króna kröfu þýska fjármálafyrirtækisins Landesbank Baden-Wurttemberg.

Ritstjórn
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra
Birgir Ísl. Gunnarsson

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af tæplega 5,3 milljarða króna kröfu þýska fjármálafyrirtækisins Landesbank Baden--Wurttemberg en það fyrirtæki lánaði Glitni banka um fimm milljarða króna í ágúst árið 2008.

Þar sem íslensku bankarnir féllu í upphafi október varð ekkert af endurgreiðslu lánsins. Það var Fjármálaeftirlitið sem tók ákvörðun um að lánið sem var svokallað peningamarkaðslán myndi ekki færast yfir til Nýja Glitnis banka hf. 

Þýska fjármálafyrirtækið byggði mál sitt á því að umrætt lán hafi verið innistæða í viðskiptabanka og því beri íslenska ríkinu samkvæmt lögum að endurgreiða lánið og vísaði í yfirlýsingu Geris H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að innistæður í bönkunum yrðu tryggðar. 

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þó þessum kröfum á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki haft uppi greiðslukröfu á hendur íslenska ríkinu fyrr en heilum átta árum eftir efnahagshrunið. 

Stikkorð: Glitnir Dómsmál Geir h. Haarde
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim