Íslensku Bioeffect húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru meðal vörumerkja sem seld eru í fyrstu verslun snyrtivörurisans Sephora í Ástralíu sem nýlega var opnuð í miðborg Sydney. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sif Cosmetics.

„Uppbyggin Bioeffect sem alþjóðlegs vörumerkis fyrir húðvörur í hæsta gæðaflokki hefur gengið mjög vel. Það er mjög stór áfangi, sem ég er mjög ánægður með, að koma vörunum inn í Sephora,“ sagði Kristinn Grétarsson, forstjóri Sif Cosmetics. „Það er gaman að segja frá því að byrjunin á þessu ferli var einfaldlega að innkaupastjóri Sephoraprófaði EGF Húðdropana og féll fyrir virkni þeirra.“

Fyrsta Sephora verslunin var opnuð í París árið 1970 en keðjan selur nú um 100 vörumerki í 1700 verslunum í 30 löndum. Yfir sex milljónir gesta heimsækja Sephora verslunina á Champ Élysées í París á hverju ári og velta keðjunnar nemur yfir fjórum milljörðum bandaríkjadala á ári. Áætlanir gera ráð fyrir að fleiri verslanir verði opnaðar í Ástralíu á næstunni.