Að baki tölvuleikjafyrirtækinu MouseTrap standa þeir Ágúst Ævar Guðbjörnsson, graf­ ískur hönnuður, Jóhann Helgi Ólafsson hugbúnaðarhönnuður og Vilhjálmur Ólafsson leikja- og hljóðhönnuður. Eftir að hafa þekkst um langa hríð ákváðu þeir að stofna saman fyrirtæki út frá sameiginlegu áhugamáli þeirra, hver með sína sérhæfingu.

„Við ætlum að gefa út fyrsta leikinn, Dot-A-Lot, út í byrjun október,“ segir Ágúst. „Hugmyndin spratt út frá leiknum Snake en hins vegar er leikurinn á allt öðru formi og gengur meira út á að lifa af. Í fyrstu verður leikurinn fáanlegur fyrir Apple síma og svo í Android í beinu framhaldi.“

Mikil þróunarvinna

Að baki Dot-A-Lot liggur mikil þróunarvinna sem hófst snemma á þessu ári. MouseTrap hefur á sínum snærum fjölda innlendra sem erlendra álitsgjafa, auk þess sem stór hópur fólks, mestmegnis á aldrinum 16-32 ára, reynslukeyrir leikina á hverju stigi þróunar. Einnig eru þeir félagar á leið á tækniráðstefnuna Slush sem verður haldin í Helsinki í nóvember, þar sem þeir munu hitta fólk og fjárfesta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .