Á árinu 2015 hækkaði Úrvalsvísitalan OMXI8 um 43,4% og hækkaði heildarvísitala hlutabréfa um 38% á sama tíma. Þetta er í miklu ósamræmi við þróun sambærilegra vísitalna í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Heildarviðskipti með hlutabréf á Íslandi á árinu námu 392 millj­örðum króna eða 1,6 milljörð­um á dag.

Til samanburðar nam veltan árið 2014 292 milljörðum króna eða 1,2 milljörðum á dag. Það er 34% veltuaukning frá fyrra ári. Samkvæmt viðskiptayfirliti Nasdaq Iceland voru mest við­ skipti með bréf Icelandair eða 87,4 milljarðar – 22% af heildarveltu ársins. Þar á eftir kom 30 milljarða velta með bréf Reita en fasteignafélagið var skráð á markað 9. apríl á síðasta ári. Mest hækkaði gengi Nýherja eða um 257% á árinu og næst verð bréfa Marel um 81%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .