*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 12. júlí 2016 08:28

Íslenskir fjárfestar hagnast vel

Framtakssjóður Íslands, Friðrik Steinn Kristjánsson og fleiri fjárfestar selja Invent Farma á meira en 30 milljarða.

Ritstjórn
Friðrik Stein Kristjánsson framkvæmdastjóri Invent Farma

Íslenskir fjárfestar græða ríflega á fjárfestingu sinni í lyfjafyrirtækinu Invent Farma, en söluandvirðið er meira en 31 milljarður króna.

Keypt á 2, nú andvirði 31 milljarðs

Fjárfestingafélag helstu lífeyrissjóðanna og Landsbankans, Framtakssjóður Íslands, keypti 38% hlut í félaginu fyrir þremur árum fyrir tæplega 6,5 milljarð króna, en sjóðurinn mun innleysa um 6 milljarða söluhagnað af sölunni.

Jafnframt fær Friðrik Steinn Kristjánsson, stjórnarformaður og einn stofnanda fyrirtækisins um 8,5 milljarða fyrir sinn 27,27% hlut í félaginu.

Þegar Friðrik Steinn keypti sig inn í félagið nam kaupverð þess, miðað við þáverandi gengismun evru og krónu, um 2 milljarða króna, en nú er félagið metið á rúmlega 220 milljónir evra eða um 31 milljarð króna.

Samtals munu íslensku fjárfestarnir bókfæra hjá sér hagnað upp á vel á annan tug milljarða króna vegna sölunnar á Invent Farma. Þá þurfa fjárfestarnir að stærstum hluta að flytja gjaldeyrinn sem fæst við söluna til landsins, samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands um skilaskyldu gjaldeyris, og mun það að óbreyttu verða til að stækka gjaldeyrisforða Seðlabankans um að minnsta kosti 20 milljarða.

Greint er frá þessu í DV í dag.