Viðræður um kaup hóps íslenskra fjárfesta á 66,6% hlut kanadíska félagsins Alterra, áður Magma Energy, í HS Orku er lokið án þess að þær hafi skilað árangri. Hópurinn samanstóð af hópi fjárfesta sem kallar sig Modum Energy og sjóðum í rekstri Stefnis, sjóðastýringarfyrirtækis Arion banka. Áætlað kaupverð nam 28 milljörðum króna. Viðræðurnar hófust í fyrrasumar og átti þeim að ljúka um haustið. Að sama skapi verður ekki af væntanlegri skráningu HS Orku

Fjallað er um málið í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti, í dag.

Alterra á 66,6% hlut í HS Orku eins og áður sagði en félagið Jarðvarmi á það sem út af stendur, 33,4%. Félagið er í eigu nokkurra lífeyrissjóði.

Fyrir Modum Energy fara Alexander K. Guðmundsson og Eldur Ólasson. Rifjað er upp í Markaðnum að Alexander var forstjóri GreenEnergy, sem var stærsti eigandi HS Orku fram á byrjun árs 2012.